Sumaræfingar fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára

Í sumar býður FIMAK upp á sumaæfingar fyrir iðkendur á aldrinum 7-10 ára (2010-2013).
Æfingar verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 – 14:30. Boðið verður upp á gæslu þessa þrjá daga á milli 12:00 – 13:00 fyrir þau börn sem eru að koma úr fim-leikjaskólanum. Þau verða að hafa með sér hollan og góðan hádegisverð. Vinsamlegast takið fram í athugasemd við skráningu ef þið óskið eftir gæslu.

Hulda Rún hefur umsjón með námskeiðunum. Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á skrifstofa@fimak.is eða senda skilaboð í gegnum sportabler.

Námskeiðin verða vikurnar.

  • 15. – 19. júní
  • 22. – 26. júní
  • 29. – 3. júlí
  • 6. – 10. júlí
  • 10. – 14. ágúst

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku  5700 kr.

Skráning er hafin og fer fram inn á á skráningarsíðu FIMAK https://fimak.felog.is/.

ATH að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Einnig áskilur Fimleikafélagið sér rétt til að fella niður námskeið ef það er ekki næg þátttaka.