Starfsemi íþróttamannvirkja vegna samkomubanns

Í kjölfar samkomubanns vegna COVID-19 eru margar fyrirspurnir að streyma inn varðandi fyrirkomulag og opnarnir íþróttamannvirkja á Akureyri.
 
Eins og staða mála er í dag, kl. 16:15 á föstudegi, mun starfsemi og opnanir íþróttamannvirkjanna haldast áfram óbreytt um helgina og frá mánudeginum en þó með þeim fyrirvara að aðstæður hafa og geta breyst hratt. Ein tilmæli varðandi íþróttaæfingar í íþróttamannvirkjunum hér eftir (á meðan þetta ástand varir) er að koma tilmælum á framfæri til iðkenda að þeir mæti klæddir að heiman til að fara á æfingar og noti ekki búningsklefa þar það á við og þannig minnka samgang í búningsklefum og um leið halda hópum aðskyldum upp að vissu marki.
Fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda eru að funda síðar í dag með stjórvöldum og af þeim fundi gætu komið einhver tilmæli sem við þurfum að bregðast við varðandi skipulag íþróttaæfinga og opnanir íþróttamannvirkja. Slíkum tilmælum verður vafalítið komið á framfæri af ÍSÍ til allra sérsambanda og aðildarfélaga.
 
Ef til breytinga kemur á opnunum íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar þá verður það tilkynnt á heimasíðu Akureyrarbæjar og mun ég senda þær upplýsingar á þennan póstlista.