SKA heimsótti FIMAK

Alpagreinadeild Skíðafélags Akureyrar kom í heimsókn í fimleikahúsið í dag og hélt lokahóf sitt hér. Margt var um manninn og mikið hoppað og skoppað um húsið. Við þökkum skíðafélaginu kærlega fyrir heimsóknirnar en fyrr í mánuðinum hélt brettadeildin einnig lokahóf sitt hjá okkur í FIMAK.