Parkourmót FIMAK og AK EXTREME

FIMAK í samstarfi við AK EXTREME ætla að halda parkourmót sunnudaginn 08. apríl. Keppnin fer fram í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla og opnar húsið kl. 10.30, mæting í síðasta lagi 10:45 hjá keppendum 13 ára og yngri. Keppni hjá 14+ hefst klukkan 14:00 og er gott að vera mættur tímalega. Keppendur fá leiðsögn á brautinni og fá svo tækifæri til að prófa hana áður en keppni hefst. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 5. april.

Keppt verður í stórri hindrunarbraut með tímatöku, jafnframt verða trikk sem framkvæmd eru í
brautinni metin og dragast sekúndur frá tímanum fyrir þau, ef keppandi aftur sleppir hindrunum eða
fellir niður hindranir á ferð sinni verða sekúndum bætt við tímann. Keppt verður í þremur
aldursflokkum. Allir keppendur 13 ára og yngri fá viðurkenningu fyrir þátttöku í mótinu.
Að lokinni keppni hjá eldri hóp verður síðan jam session, þar sem keppendur fá tækifæri til að kynnast hvert öðru, sjá hvað aðrir eru að gera og vonandi læra eitthvað nýtt.

Þátttökugjald fyrir parkour iðkendur FIMAK er ekkert en fyrir aðra krónur 2.000, sem leggjast inn á reikning 0162-26-26491 kt. 550992-2649 við skráningu. Skráningu þeiraa sem ekki eru í FIMAK skal senda á framkvæmdastjóra FIMAK, Snorra, á netfangið snorri@fimak.is, þar sem fram þarf að koma nafn og kennitala keppanda. Við viljum vekja athygli á því að keppendur þurfa ekki að koma á vegum félaga, þjálfarar FIMAK eru á svæðinu og verða keppendum innan handar. Skráning keppenda innan félags fer fram í Nóra
.