Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum

 

Fimleikafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á námskeið í fullorðinsfimleikum frá 14. janúar - 26. maí. Kennt verður á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:30 – 20:45 í fimleikasalnum í Giljaskóla.

Námskeiðið kostar 28.500 kr. og fer skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarkerfi Nóra https://fimak.felog.is/.

Þjálfari námskeiðsins er Lars.

 

Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið, en ef að færri en 8 skrá sig þá verður námskeiðið fellt niður.