Ný stjórn kosin

Aðalfundur FIMAK fór fram þann 31. mai síðastliðinn. Þar bar hæst að þrír stjórnarmenn létu af störfum og komu aðrir þrír í þeirra stað.

Úr stjórn fóru þau Hermann Herbertsson formaður, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Guðbjörg Harpa Þorvaldsdóttir. Í þeirra stað komu þau Ívar Örn Björnsson sem tók við formannsembættinu, Aðalheiður Reynisdóttir og Sólveig Jóna Geirsdóttir.

Þau sem gáfu kost á sér áfram eru Aníta Pétursdóttir, Guðmundur Karl Jónsson, Inga Stella Pétursdóttir og Rannveig Jóhannsdóttir.

Á myndinni sést Hermann afhenda Ívari lykla að skrifstofu félagsins.