Níu stúlkur kepptu í stökkfimi á Akranesi

Um síðustu helgi héldu níu stúlkur frá FIMAK á stökkfimimót á Akranesi. Farið var á eigin vegum og tókst vel til.

Í flokknum 14+ A deild, varð Hrund Nilima Birgisdóttir í 2. sæti á trampólíni og Lovísa Þórey Stefánsdóttir varð í 3. sæti á dýnu og en hún varð einnig í 3. sæti samanlagt

Í 14+ B deild varð Guðný Edda Guðmundsóttir í 2. sæti á dýnu og 3.sæti á trampólíni. Hún varð svo einnig í  2. sæti samanlagt í flokknum.

FIMAK óskar þessum stúlkum til hamingju með árangurinn.