Marion Fennö ráðin yfirþjálfari í hópfimleikum

Búið er að ráða yfirþjálfara í hópfimleikum og hefur hún þegar hafið störf hjá okkur í FIMAK.
Fyrir valinu varð Marion Fennö ,hún byrjaði þjálfaraferilinn sinn í Stockholm Top Gymnastics árið 2008. Eftir útskrift frá Íþróttamenntaskóla i Uppsala flutti hún til Íslands og byrjaði að þjálfa hópfimleika í Ármanni. Hún þjálfar bæði dans og stökk. Marion hefur þjálfað hjá Ármanni, Gerplu og Fjölni hér á Íslandi.
Við bjóðum henni hjartanlega velkomna í hópinn okkar.