Leikjaskóli FIMAK komin af stað

Fyrsti dagur Leikjaskóla FIMAK var í dag. Alls eru 43 börn á fyrsta námskeiði okkar og mikið líf og fjör í húsinu. Frá átta til níu var frjáls leikur í fimleikasalnum og var mikið hoppað og skoppað um allt hús. Eftir níu og fram að kaffi var krökkunum skipt í hópa og og fóru þeir á nokkrar stöðvar þar sem allir hópar fóru á hverja stöð. Eftir kaffi var svo farið í fimleika á ýmsum stöðvum í hópum.
Næsta námskeið hefst svo á mánudaginn næsta og líkur skráningu á föstudaginn kemur á www.fimak.felog.is (Nóri).