Leikjanámskeið FIMAK, skráning hafinn

Nú erum við að leggja lokahönd á sumardagskrá FIMAK. Búið er að setja niður leikjanámskeið okkar en lokahnykkinn vantar á hin námskeiðin.

Skráning á leikjanámskeiðið hefst á mánudaginn í Nóra en það verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hægt er að velja á milli þess að byrja klukkan átta eða níu. Tíminn milli átta og níu er meira frjáls tími en þó eitthvað um leiki en námskeiðið hefst á fullum krafti klukkan níu og lýkur klukkan tólf. Verð fyrir vikuna er 6.000 kr. frá klukkan 9:00 en 7.000 kr. frá klukkan 8:00. Leikjanámskeiðið er ætlað fyrir krakka fædd 2009-2011 nema námskeið nr. 4 þar geta krakkar fæddir 2012 sótt um að vera með.

Upplag námskeiða er að frá 8:00 til 9:00 er meira um frjálsan leik inn í sal. Eftir 9:00 er farið út í leiki, tekið nesti og svo endað á því að fara aftur inn í fimleikasal og krakkarnir fara þar eftir ákveðnu prógrami. Umsjónarmaður námskeiðs er Hulda Rún yfirþjálfari hópfimleika hjá FIMAK.

Námskeið 1, 11.-15. júní, 5 dagar

Námskeið 2, 18.-22. júní, 5 dagar

Námskeið 3, 25.-29. júní, 5 dagar

Námskeið 4, 02.-06. júlí, 5 dagar

Hér að neðan er hlekkur til að fara inn í Nóra. Þægilegast er að fara inn í Nóra gegnum íslykil eða rafræn skilríki.

https://fimak.felog.is/

Einnig er í vinnslu að vera með fimleikanámskeið frá klukkan eitt fyrir krakka fædda 2009-2011. Verið er að skoða hvernig við byggjum það námskeið upp. En það verður ca. 1,5 til 2 tímar með fleiri þjálfurum (verið er að vinna í því) og verður eitthvað dýrara en leikjanámskeiðið. Við setjum meira hér inn um leið og við höfum klárað uppsetningu þess.