Leikja- og fimleikanámskeið FIMAK

Í sumar verðum við með leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2009-2011. Hægt verður að vera frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00. Einnig er boðið upp á að byrja klukkan 9:00. Fyrsti klukkutíminn er meira leikir inn í sal. Eftir klukkan 9:00 tekur við virk dagskrá þar sem bæði er farið út og verið inn í fimleikasalnum. Fjórir klukkutímar á viku kosta 7.000 kr. en þrír 6.000 krónur. Krakkar fæddir 2012 geta verið með á námskeiði 4.

Við munum svo einnig bjóða upp á fimleikanámskeið frá klukkan 12:30 til 14:00 fyrir sama aldur og bæði kyn. Ekki er skilyrði að hafa æft fimleika áður. Verð fyrir námsekiðið er 8.500 kr. vikan.
Skráning fer fram í Nóra, fimak.felog.is en upplýsingar veitir Hulda Rún á huldarun@fimak.is. Ath. að 390 kr. seðilgjald bætist við hverja skráningu með greiðsluseðli.

Leikjanámskeiðin eru fjögur:

11.-15. júní

18.-22. júní

25.-29. júní

02.-06. júlí

Fimleikanámskeiðin eru tvö:

18.-22. júní

25.-29. júní