Kökuveislur á gangi framan við íþróttasalinn

Húsumsjón í Íþróttahúsinu hefur farið þess á leit við okkur hjá Fimleikafélaginu að banna kökuveislur á ganginum eftir æfingu eða meðan æfingu stendur. Þetta svæði er ætlað fyrir foreldra sem eru að bíða eftir börnunum sínum og ekki leyfilegt að yfirtaka svæðið sem tilheyrir ekki Fimleikafélaginu. Með von um að óskir þeirra séu virtar.

Stjórn FIMAK