Jólasveinninn kíkti í heimsókn

Þessi fór á kostum í fimleikasalnum
Þessi fór á kostum í fimleikasalnum

Í dag, laugardaginn 9. desember, var síðasti tíminn hjá S-hópum en það eru þeir krakkar sem eru á leikskólaaldri hjá okkur í FIMAK. Í tilefni þess kom Þvörusleikir í heimsókn og skemmti krökkunum.

Næsti tími er svo laugardaginn 13. janúar og fá allir sem voru skráðir fyrir áramót póst seinna í mánuðinum um skráningu fyrir næstu önn.