Íslandsmót í þrepum

Liðna helgi fór fram Íslandsmót í þrepum í Laugarbóli hjá Ármenningum.  Á þessu móti keppa þeir sem náð hafa lágmarksskori í því þrepi sem þeir hafa keppt í yfir veturinn.  Frá FIMAK fóru 28 krakkar, 10 strákar og 18 stelpur.  Árangur á mótinu var framúrskarandi þar sem Martha Mekkin og Sara Mist Hjálmarsdóttir höfnuðu báðar í 1 sæti í 4. þrepi í sitthvorum aldurshópnum og þær voru því hársbreidd frá því að hljóta Íslandsmeistaratitilinn.  Það sama á við um Margréti Önnu Jónsdóttir sem var í 1. sæti í 5. þrepi 10 ára en þar var Sonja Elísabet Jóhannesdóttir í 2. sæti. Systkinin Salka og Sólon Sverrisbörn gerðu góða hluti þar sem Salka lenti í 3. sæti í 3. þrepi 12 ára og Sólon var í 2. sæti í 4. þrepi  10 ára.  Tómas Hólm Evuson lenti í 2. sæti í 5. þrepi 9 ára og í 3. þrepi drengja lentu þeir Jóhann Gunnar Finnsson í 2. sæti og Gísli Már Þórðarson í 3. sæti.