Innheimta æfingagjalda 2019

í byrjun febrúar var sendur út tölvupóstur ásamt  tilkynningu á facebook um að frestur til að greiða æfingagjöld væri til 15. febrúar. Nú er sá frestur liðinn og greiðsluseðlar eru að detta inn í heimabanka hjá fólki. Það á engin að fá greiðsluseðil nema barnið hafi verið að mæta því það er tekið mið af mætingaskráningu. Því miður er okkur ekki heimilt að ráðstafa frístundastyrk fólks nema við séum sérstaklega beðin um það og því er frístundastyrkurinn ekki inn í þessum rukkunum sem berast þeim sem ekki greiddu fyrir 15. febrúar. Iðkendur sem hafa verið að byrja á miðri önn fá frest til 1. apríl til að ganga frá æfingajgöldum.
Stjórn FIMAK