Höldur endurnýjar samstarfsamning við FIMAK

Fimleikafélag Akureyrar og Höldur undirrituðu áframhaldandi samstarfssamning á dögunum. Höldur hefur undanfarin ár stutt dyggilega við FIMAK og eiga miklar þakkir skildar fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt félaginu.
Höldur hefur um árabil bæði verið með bílaleigu og sölu, ásamt dekkja- og bílaverkstæði, og þrifum fyrir bíla.
Arna Hrönn Skúladóttir markaðsstjóri, (fyrir miðju) undirritaði samninginn með Hermanni, formanni FIMAK, og Snorra, framkvæmdarstjóra FIMAK.