Haustmót I í áhaldafimleikum, 1. - 3. þrep og frjálsar æfingar

Um helgina fór fram fyrri hluti haustmóts í áhaldafimleikum í Versölum hjá Gerplu.  Keppt var í 1.-3. þrepi íslenska fimleikastigans ásamt því að keppt var í kvenna og karlaflokki í frjálsum æfingum. FIMAK átti nokkra keppendur sem kepptu bæði í drengja og stúlkna flokkum.  Árangurinn var frábær hjá okkar krökkum undir stjórn þjálfaranna Florin Páun, Mirela Páun og Jan Bogodai.

Salka Sverrisdóttir lenti í 2. sæti á stökki í 2. þrepi

Sólon Sverrisson (bróðir Sölku) lenti í 1. sæti á tvíslá, 2. sæti á rá og 3. sæti á gólfi, hesti, hringjum og 2. sæti samanlagt í 3. þrepi.

Mikael Gísli Finnsson lenti í 1. sæti á stökki, 3. sæti á rá og 3. sæti samanlagt í 3.þrepi.

Friðrikka Nína Guðmundsdóttir lenti í 3. sæti á stökki, 1. sæti á slá og 2. sæti samanlagt í 3. þrepi

Eva Hrund Hermannsdóttir lenti í 1. sæti á gólfi í 3. þrepi

Til hamingju öll