Fyrirtæki heimsækja FIMAK

FIMAK hefur boðið þeim stuðningsaðilum sem sem hafa skrifað undir nýja samninga við félagið á árinu í heimsókn. Starfsmenn þessara fyrirtækja geta komið með börn og barnabörn í frjálsan leik í fimleikahúsið á ákveðnum tímum og var sá fyrsti núna um helgina og komu starfsmenn Landsbankans og T Plús í heimsókn. Mætingin var mjög góð og skemmtu allir sér hið besta. Höldur og MS koma svo seinna í mánuðinum en þetta er gert í þakklætisskyni fyrir þann stuðning sem fyrirtækin veita okkur og stefnum við að því að bjóða þetta einnig á boðstólnum á næsta tímabili.