Framkvæmdir við andyri Fimleikahússins

Nú fara fram framkvæmdir við andyri Íþróttahússins við Giljaskóla og því ekki hægt að ganga um þar.  Næstu daga verður því gengið inn um neyðarútganginn hjá stóru dýnunni norðan við aðal innganginn.  Þeir sem eiga leið um húsið þurfa að fara úr skóm strax við innkomu og bera þá yfir í forstofu og ganga þar frá þeim í hilluna.  Það er stranglega bannað að ganga í gegnum íþróttasalinn á útiskóm.

Með von um gott samstarf meðan á framkvæmdum stendur.

Stjórn FIMAK