Foreldrartími hjá A-hópum

Á sunnudaginn 10. desember var æfing hjá A-hópum en það eru yngstu stelpurnar okkar á grunnskólaaldri. Um var að ræða tíma þar sem foreldrum var boðið að ver með og fara í gegnum það sem börnin gera á æfingum. Allir höfðu gaman að og skemmtu sér konunglega. Viljum við þakka ykkur kærlega fyrir komuna. Kv. Þjálfarar A-hópa.