FIMAK Fyrirmyndafélag ÍSÍ

Stjórn & skrifstofustjóri tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd FIMAK
Stjórn & skrifstofustjóri tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd FIMAK

Fimleikafélag Akureyrar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á opnu húsi laugardaginn 27. ágúst síðastliðinn. 

Það var Hafdís Björg Hjálmarsdóttir varaformaður FIMAK sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónssonar skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri.  Á myndinni eru frá vinstri, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Halldór Örn Túliníus úr stjórn FIMAK, Viðar Sigurjónsson ÍSÍ, Peter Höller úr stjórn FIMAK, Hafdís Björg Hjálmarsdóttir varaformaður FIMAK, Margrét Jóna Kristmundsdóttir skrifstofustjóri FIMAK og Erna Jónsdóttir úr stjórn FIMAK.  Þær Kristjana Ómarsdóttir og Ellen Kara Ívarsdóttir iðkendur í félaginu halda svo á fána Fyrirmyndarfélaga á milli sín.

„Við í Fimleikafélagi Akureyrar erum virkilega stolt af viðurkenningunni sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Handbókin sem varð til við þessa vinnu veitir okkur ákveðið aðhald, s.s. hvað varðar markmiðssetningar, verkferla og stefnur sem skipta okkur miklu máli og eflir starfið í alla staði“ sagði Margrét Jóna Kristmundsdóttir skrifstofustjóri félagsins af þessu tilefni.