FIMAK augýsir eftir framkvæmdastjóra í hlutastarf.

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra i 60% starf.  Vinnutími eftir samkomulagi. Möguleiki að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Félagið er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi,
  • Reynsla af stjórnun eða rekstri æskileg,
  • Bókhaldskunnátta æskileg,
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og þjónustulund,
  • Leiðtogahæfileikar og skipulagshæfni,
  • Reynsla eða þekking úr fimleikum æskileg,
  • Hreint sakavottorð.

Starfssvið:

Framkvæmdastjóri Fimleikafélags Akureyrar skal annast daglegan rekstur félagsins og er ábyrgur gagnvart stjórn þess. Í starfinu felst umsjón með fjármálum, reikningshaldi, uppgjörum og fjárreiðum. Framkvæmdastjóri er talsmaður félagsins út á við og hefur m.a. samskipti við íþróttabandalag, frístundaráð, sérsamband, þjálfara, iðkendur og foreldra. Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf 1. ágúst, eða eftir samkomulagi.

Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf 1. ágúst, eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 15. júní. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ívar Örn Björnsson formaður FIMAK í síma 863 1514 eftir kl. 16:00. Tekið er við umsóknum á formadur@fimak.is