Evrópumótið í hópfimleikum 2022

Evrópumótið í hópfimleikum 2022 fer fram í Lúxemborg núna þessa dagana og erum við í FIMAK gríðarlega stolt að eiga hlut í þremur keppendum.
Salka Sverrisdóttir keppir með stúlknalandsliðinu sem keppir til úrslita á föstudaginn.
Gísli Már Þórðarson keppir með blönduðu liði unglinga sem keppir einnig til úrslita á föstudaginn.
Jóhann Gunnar Finnsson keppir með karlalandsliðinu og keppa þeir kl 17:15 í dag.

EM var síðast haldið fyrir níu mánuðum síðan og varð Ísland Evrópumeistarar í kvennaflokki. Karlaflokkur Íslands lenti í öðru sæti,  stúlknaflokkur í öðru sæti og blandaði hópurinn í þriðja sæti.

 

Hægt er að fylgjast með Evrópumótinu í gegnum Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=rBzTu7YkEt8