Akureyrarfjör 8. og 15. maí

Vegna aðstæðna verður Akureyrarfjör haldið í tvennu lagi í ár og einungis fyrir iðkendur sem ekki eru í keppnishópum. Laugardaginn 8. maí verða iðkendur úr F og K hópum. Laugardaginn 15. maí verða iðkendur úr A og M hópum. Stefnt er að því að byrja mótið eftir klukkan 16 báða dagana. Því miður verður ekki hægt að leyfa áhorfendur en hugmyndin er að mótinu verði streymt. Frekari upplýsingar veita þjálfarar A, F, K og M hópa. Einnig verða sendar tilkynningar á Sportabler. Kveðja Mótanefnd Fimak.