Akureyrarfjör 2018 - skipulag

Dagana 19. 20. & 21. apríl fer fram Akureyrarfjör Fimleikafélagsins.  Þetta er innanfélagsmót þar sem öllum iðkendum félagsins gefst kostur á að keppa.  Iðkendur yngri en 9 ára keppa ekki til verðlaunasætis heldur fá allir þáttökuverðlaun.  Keppt verður til verðlauna og Akureyrarmeistarar krýndur  í þrepum í áhaldafimleikum og í stökkfimi A- og B- deild. Gjaldfrjálst er á mótið og vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta og hvetja krakkana sem mörg eru að sýna fimleika í fyrsta skipti.

Hér má sjá skipulag mótsins