Afmælisveislur í fimleikasalnum

Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.

Fyrirkomulagið er þannig að afmælisveisla hefst á klukkutíma fresti og varir í eina klst. og 45 mínútur í senn, klukkutími inn í sal og 45 mínútur fyrir framan salinn til að vera með kökur/pizzur.  Boðið verður upp á þetta á sunnudögum  milli kl 13-17 (síðasta afmæli endar kl. 18:45).

Verðið er 20.500 kr. fyrir allt að 25 manns og 25.000 kr. fyrir 26-35 manns.

Hægt er að panta á afmaeli@fimak.is, merkt afmæli ásamt því að hægt er að panta hér í gegnum síðuna. Einnig þarf að koma fram hvaða ár barn er fætt, kyn, símanr., nafn afmælisbarns ca. fjöldi. Mikil eftirspurn er eftir að halda afmælisveislur í salnum og því hvetjum við fólk að panta tímanlega.  Ekki er farið yfir pantanir daglega svo ef verið er að athuga með lausan tíma með stuttum fyrirvara er betra að senda tölvupóst á afmaeli@fimak.is

Vinsamlegast greiðið inn á eftirfarandi reikning í siðasta lagi á þriðjudegi fyrir áætlað afmæli. Hafi salurinn ekki verið greiddur að morgni miðvikudags eða samið um greiðslufyrirkomulag er öðrum boðinn salurinn til leigu. 

Rknr. 0162-26-26491 kt, 550992-2649 og sendið staðfestingu á afmaeli@fimak.is

Með von um að þið eigið eftirminnilega afmælisveislu.

Starfsfólk FIMAK