Afmælisveislur í fimleikasalnum

Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.

Fyrirkomulagið er þannig að afmælisveisla hefst á klukkutíma fresti og varir í eina klst. og 45 mínútur í senn, klukkutími inn í sal og 45 mínútur fyrir framan salinn til að vera með kökur/pizzur.  Boðið verður upp á þetta á sunnudögum í vetur milli kl 13-17 (síðasta afmæli endar kl. 18:45).

Verðið er 18.000 kr. og fyrir allt að 25 manns og 25.000 kr. fyrir 26-35 manns.

Hægt er að panta á afmaeli@fimak.is, merkt afmæli ásamt því að hægt er að panta hér í gegnum síðuna. Einnig þarf að koma fram hvaða ár barn er fætt, kyn, símanr., nafn afmælisbarns ca. fjöldi.
Panta þarf minnst 11 dögum fyrir umbeðna dagsetningu.