Aðalfundur FIMAK

Miðvikudaginn 15. maí fer Aðalfundur FIMAK fram  kl. 20:30.  Fundurinn hefst kl. 20:30 í matsal Giljaskóla.  Venjuleg aðalfundastörf fara fram.  Tilnefningar til að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið liggja fyrir en það er öllum frjálst að gefa kost á sér á fundinum sjálfum. 

Fundaefni:

  1. Fundarsetning og ávarp formanns.
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
  3. Staðfest lögmæti fundarins.
  4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
  5. Skýrsla aðalstjórnar, framkvæmdarstjóra og nefnda.
  6. Reikningar félagsins.
  7. Umræður um skýrslur.
  8. Reikningar bornir undir atkvæði.
  9. Lagabreytingar.
  10. Kosning formanns.
  11. Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
  12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga fyrir næsta starfsár
  13. Ákvörðun styrktarfélagsgjalda
  14. Önnur mál.

Stjórn FIMAK