Reglur FIMAK

Reglur FIMAK

Æfingareglur

 

 • Nemendur mæti 10 mínútum áður en kennsla hefst (helst ekki fyrr) og bíði í búningsklefa þar til þjálfari sækir þá.  Raða skal skóm í skóhillu sé ekki pláss má raða þeim snyrtilega meðfram veggjum.
 • Öllu matarkyns skal haldið fyrir utan æfingasalinn.  Leyfilegt er að borða nesti frammi í sal hjá anddyri.
 • Nemendur skulu fara eftir fyrirmælum, vera kurteisir og bera virðingur fyrir þjálfurum og öðrum iðkendum í sal. Einelti lýðst ekki hjá félaginu og skal tilkynnt framkvæmdastjóra ef grunur er á slíku.
 • Nemendur mæti snyrtilega til fara, án skartgripa og þeir sem eru síðhærðir hafi teygju í hárinu.  Af öryggisástæðum skulu framhaldshópar æfa í fimleikabol, frjálst er að vera í buxum við en þær verða að vera þröngar.  Grunnhópar mega æfa í íþróttafatnaði en þó ekki í víðum fötum.
 • Nemendum er stranglega bannað að vera með tyggigúmmí.
 • Nemendum er aðeins heimilt að vera í salnum á æfingatíma og fari út úr salnum að lokinni æfingu í fylgd þjálfara.  Nemandi sem mætir til áhorfs má alls ekki hafa truflandi áhrif á þá sem æfa.
 • Ganga þarf vel um öll áhöld í fimleikasalnum.
 • Það er með öllu óheimilt að vera á trampólíni eða í gryfju án þess að þjálfari sé viðstaddur.
 • Notkun GSM-síma er bönnuð í æfingasalnum. Vinsamlega hafið slökkt á þeim eða stillið þá á hljóðlaust ef þeir eru hafðir meðferðis. Vakin skal athygli á því að ekki er tekin ábyrgð á fjármunum eða fatnaði inn í búningsklefa. Verðmæti ætti að fá geymd í afgreiðslu.
 • Allar upptökur í sal eru bannaðar nema með fengnu leyfi þjálfara. Sé upptaka leyfð og hún birt opinberlega án samþykkis þeirra sem þar koma kemur til áminningar.
 • Benda foreldrum á að passa að börnin þeirra sem ekki eru á æfingum fari ekki fyrir.
 • Virkni á æfingum er skilyrði.

Nemendum ber að fylgja reglum. Við fyrsta brot fær viðkomandi tilltal af þjálfara, við annað brot kemur til áminning og við þriðja brot getur komið til brottvísunar.

Nemendur skulu boða forföll til þjálfara í gegnum Sportabler.  Ef nemandi ákveður að hætta eru foreldrar vinsamlega beðnir að tilkynna það til skrifstofu fimleikafélagsin. Fimleikafélagið áskilur sér rétt að rukka fyrir pláss sem ekki hefur verið tilkynnt til skrifstofu um að sé ekki lengur í notkun.

Keppnisreglur

 

 • Nemendur mæti tímanlega á keppnisstað og fylgi fyrirmælum þjálfara síns í einu og öllu.
 • Nemendur skulu keppa í félagsbol og félagsgalla á hópfimleikamótum og bikarmótum í áhaldafimleikum.  Á haustmóti, þrepamóti og íslandsmóti í áhaldafimleikum er frjálst val á fimleikabolum.
 • Nemendur keppi með ólar og í stökkskóm í samráði við þjálfara sinn.
 • Nemendur mæti snyrtilega til fara, án skartgripa og þeir sem eru síðhærðir séu vel greiddir með teygju í hárinu.
 • Nemendum er stranglega bannað að vera með tyggigúmmí.
 • Keppnisrétt hafa þeir nemendur sem eru skuldlausir við félagið eða hafa gengið frá greiðsluáætlun vegna þeirra.
 • Keppnisrétt hafa þeir nemendur sem greitt hafa mótsgjöld.
 • Nemendur skulu vera félagi sínu og þjálfurum til sóma.