Mótanefnd

Móta- og atburðanefnd Fimleikafélags Akureyrar

Liðsmenn mótanefndar

1. grein - Skipun nefndarinnar

Nefndina skipa 6 menn og skal stjórn félagsins skipa fulltrúa í hana í lok ágúst ár hvert samkvæmt tilnefningum, sem hér segir: Einn frá stjórn Fimleikafélagsins og skal hann vera formaður nefndarinnar. Yfirþjálfari félagsins og annar þjálfari að auki, þannig að annar starfi einkum við þjálfun áhaldafimleika en hinn einkum við þjálfun hópfimleika. Þrír fulltrúar tilnefndir af foreldrafélagi Fimleikafélagsins, þannig að einn eigi iðkanda í áhaldafimleikum, annar í hópfimleikum og þriðji í strákafimleikum.

Auglýst er eftir nefndarmönnum á heimasíðu félagsins, ef engar tilnefningar berast þarf stjórn Félagsins að skipa í sætið/n.

2. grein – Starfssvið nefndarinnar

Að taka saman og fylgjast með áætlun um mót á vegum FSÍ á hverju starfsári, svo og um óformleg mót á vegum félaga um allt land. Koma upplýsingum til allra foreldra í september, þar sem fram kemur kynning á áætlun vetrarins ár hvert, á heimasíðu og með tölvupósti- til allra foreldra. Að tilkynna foreldrum með góðum fyrirvara um hvaða mót sé líklegt/hugsanlegt að börn þeirra verði send til þátttöku í utan Akureyrar.

Að gera í september ár hvert áætlun um mót sem Fimleikafélagið hyggst standa fyrir svo sem Akureyrarmót í einstökum flokkum, Akureyrarfjör eða önnur boðsmót fyrir fleiri fimleikafélög.

Að gera í september ár hvert (með foreldrafélaginu) áætlun um stærri atburði sem Fimleikafélagið hyggst standa fyrir svo sem jólasýningu, vorsýningu, grilldag, opið hús, lokahóf o.s.frv.

Að móta stefnu fyrir félagið um þátttöku iðkenda í mótum, svo sem að allir iðkendur yfir ákveðnum aldri skuli eiga kost á að taka þátt í að minnsta kosti einu móti á hverjum vetri.

Að sjá til þess, með samstarfi við hvern og einn þjálfara, að stefnu um þátttöku iðkenda í mótum sé framfylgt.

Að sjá um undirbúningi atburða á Akureyri ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum sjálfboðaliðum, svo sem að panta aðstöðu, flytja áhöld, miðasölu, veitingasölu, útvega verðlaun, taka við skráningu og mótagjöldum, skipulagning atburðar (s.s. niðurröðun í hópa o.fl.)o.s.frv.

Mótaefnd sér um að redda gistingu, rútu, farastjóra og sjá um rukkun iðkenda tengda keppnisferðum. Og greiða kostnað ferðarinnar

Mótanefnd hefur umsjón með mótun regla þar sem veita á ýmis verðlaun eins og t.d. Akureyrarmeistara, og önnur innanhúss viðurkenningar sem komið geta til.