Úrslit af Íslandsmóti í þrepum í áhaldafimleikum 2018

Ragnheiður til vinstri og Martha til hægri
Ragnheiður til vinstri og Martha til hægri

Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum í Laugarbóli hjá Ármenningum.  Frá Fimleikafélagi Akureyrar kepptu 18 keppendur, 15 stelpur og 3 strákar.  Þessir krakkar skiluðu stórglæsilegum árangri og komu norður með tvö gull og eitt silfur ásamt einum  Íslandsmeistaratitli.

Á laugardeginum gerði Kristín Hrund Vatnsdal sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistartitil í 2. þrepi kvenna.   Frábær árangur sem hún náði undir leiðsögn þeirra Florin Paun og Mirela Paun. Til hamingju með Íslandsmeistarann.

Martha Mekkín Kristensen sigraði svo sinn aldursflokk í samanlögðu  í 3. þrepi 13 ára og eldri einnig undir leiðsögn Florin og Mirela.

Á sunnudaginn lenti svo Ragnheiður Sara Steindórsdóttir í 2. sæti í sínum aldursflokki í 5. þrepi 9 ára ásamt því að vera í 2. sæti yfir heildina í 5. þrepi. Ragnheiður Sara æfir undir leiðsögn Jan Bogodoi og Mihaela Bogodoi.

Til hamingju öll með frábæran árangur um helgina.