Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 50% starf

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kemur að flestu því er viðkemur fimleikafélaginu. Skrifstofustjóri heyrir beint undir aðalstjórn félagsins og mun vinna í nánu samstarfi við hana. 

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst 
Umsóknafrestur er til og með 4.desember 2022.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Helgason formaður FIMAK í síma 8644004 milli klukkan 10-12 virka daga.
Umsóknum ásamt starfsferilskrá skal skila á netfangið gjaldkeri@fimak.is