Aðstoðarþjálfara á laugardögum með leikaskólahópa

Um mánaðarmótin hefst vetrarstarfið hjá fimleikafélaginu. Við óskum eftir krökkum til að aðstoða okkur við þjálfun hjá börnum á leikskólaaldri. Krakkar fæddir 2005-2007 geta sótt um. Vinnufyrirkomulag er ekki komið á hreint og er háð fjölda þeirra sem sækja um. Starfið felst í aðstoð við upphitun, reyna að virkja þá sem feimnir eru, aðstoða í þrautabrautinni og passa að allir hafi gaman. Fyrsti laugardagur er 5. september og síðasti laugardagur fyrir jól er 12. desember. 

Umsóknir skal fylla út á eyðublaði hér.

Stjórn FIMAK